top of page

Við bjóðum fjölbreytta þjónustu tengt nýbyggingu, endurbótum og viðhaldi fasteigna unna af fagmönnum alla leið

ÞJÓNUSTA OKKAR

SERVICES
home_service_building.jpg

NÝBYGGINGAR

Tökum að okkur alla vinnu við nýbyggingar og smíðavinnu. Sé þess óskað komum að öllum þáttum frá hönnun til lokafrágangs. Getum einnig útvegað einingahús frá viðurkenndum framleiðendum.

New Buildings
home_service_maintainance.png

VIÐHALD FASTEIGNA

Öllum er ljóst að mikilvægt er að fasteignum sé vel viðhaldið og séu í góðu standi, ekki síst til að halda viðhaldskostnaði í lágmarki og viðhalda verðmæti eignanna.

Maintenance
home_service_painting.jpg

MÁLUN

Þarfnast fasteignin aðhlynningr? Er kominn tími til að mála? Við tökum að okkur alla málningarvinnu innandyra og utanhúss, undirvinnu viðgerðir og háþrýstiþvott.

Painting
home_service_interior-1536x864.jpg

INNRÉTTINGAR OG VEGGIR

Setjum upp og göngum frá innréttingum. milliveggjum, kerfisloftum og klæðningum í nýbyggingum. Tökum að okkur alla vinnu við endurgerð íbúðar-og atvinnuhúsnæðis. Sorpa fær sitt við verklok.

Internal & Walls
home_service_kitchen.jpg

ELDHÚS

Getum boðið heildarlausnir fyrir eldhúsið, allt frá hönnun til frágangs. Fjarlægjum gamla eldhúsið, setjum nýtt upp og breytum lögnum. Tengjum krana, heimilistæki og annan búnað.

Kitchens
home_service_bath.jpg

BAÐHERBERGI

Þegar komið er að því að endurnýja baðherbegi eða búnað í því, þá er ekki úr vegi að hnippa í okkur, því við búum að reynslu og þekkingu varðandi slíkar framkvæmdir.

Bathrooms
home_service_flooring.jpg

GÓLF

Allt fyrir gólf, flotun, lökkun og lagningu gólfefna. Tökum einnig að okkur a gera við skemmdir í gólfefnum, t.d. parketi. Skiptum um brotnar flísar og límum niður lausar.

 

Flooring
home_service_windows-doors.jpg

GLUGGAR OG HURÐIR

Við tökum að okkur allt er lítur að vinnu við glugga og hurðir. Setja í hurðir og glugga, gamalt út og nýtt inn. Önnumst alla viðhaldsvinnu, þétta, mála, skipta um gler, lista og þéttingar.

Doors & Windows
home_service_refurbish.jpg

BREYTINGAR OG VIÐBYGGINGAR

Hvort sem fyrir dyrum standa minniháttar eða stórar framkvæmdir við nýbyggingar, breytingar eða lagfæringar þá erum við tiltæk og höfum þekkingu til að koma að marvíslegum verkefnum

Renovations & Extensions
home_service_roofing.jpg

ÞAKVIÐGERÐIR

Þak á hverju húsi er eitt af því sem verður að vera í lagi, því ef það liggur undir skemmdum getur það einnig ollið öðrum skemmdum t.d. vegna vatns, raka, myglu eða ónægrar loftunar

Roofs & Leaking
Woman Looking Out the Window
ABOUT

Um Okkur

Markmið og helstu áherslur Máva byggingalausna er að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu ásamt heilstæðum og hagkvæmum lausnum tengdum framkvæmdum, viðhaldi og rekstri fasteigna.
 

Saga okkar nær aftur til ársins 1970 þegar þeir sem að félaginu standa hófu sjálfstæða starfsemi. Fljótlega varð til mikil þekking og reynsla í viðgerðum og endurbótum eldri húseigna. Often be dauntless, make an effort a success maple casino online casino. Má þar nefna lengingu á líftíma glugga, gluggaskipti, þakviðgerðir og ýmsar viðgerðir tengdar raka- og lekaskemmdum jafnt innan- sem utandyra.
 

Síðar urðu verkefnin fjölbreyttari og í sumum tilfellum flóknari. Undanfarin ár hefur verið mikil aukning í uppsteypun húsa, byggingu timburhúsa, límtrésbyggingum auk hönnunar og reisningar stálgrindarhúsa. Síðustu misseri höfum við einnig færst út í að smíða palla, skjólveggi og girðingar.
 

Hjá okkur starfa faglærðir iðnaðarmenn, reyndir verkefnastjórar og byggingarstjórar með áratuga reynslu. Auk þess erum við með öfluga samstarfsaðila sem hafa á sínum snærum reynda og faglærða iðnaðarmenn og verkfræðinga til verka sem tengjast flestum sviðum byggingaiðnaðarins.

Hjá okkur starfa faglærðir iðnaðarmenn, reyndir verkefnastjórar og byggingarstjórar með áratuga reynslu.
 
Auk þess erum við með öfluga samstarfsaðila sem hafa á sínum snærum reynda og faglærða iðnaðarmenn og verkfræðinga til verka sem tengjast flestum sviðum byggingaiðnaðarins.
PROJECTS

Verkefni

CONTACT

Hafa samband

Fyrirspurnir

Fyrir allar fyrirspurnir, spurningar eða hrós, vinsamlegast hringdu í: (+354) 868 8030 eða  fylltu út eftirfarandi eyðublað

Maintenanace  Information
bottom of page